Golden Gate-brúin

Golden Gate-brúin

Nýting 6 akreinar auk göngu- og hjólreiðastígs
Brúar Golden Gate
Staðsetning San Francisco, Kaliforníu og Marin-sýsla, Kaliforníu
Umsjónaraðili Golden Gate Bridge, Highway and Transportation District
Gerð Hengibrú
Spannar lengst 1.280 m
Samtals lengd 2.737 m
Breidd 27 m
Hæð 227 m
Hæðarbil 4,3 m hjá tollhliðum, hærri hlöss möguleg
Bil undir 67 m (meðalhæð í flóði)
Árleg meðalumferð á dag 110.000
Opnaði 27. maí 1937
Tengir:
San Francisco við Marin-sýslu
Hnit 37°49′11″N 122°28′43″V / 37.81972°N 122.47861°V / 37.81972; -122.47861

Golden Gate-brúin (enska Golden Gate Bridge) er hengibrú yfir Golden Gate-sund (á íslensku „Gullna hliðið“) þar sem San Francisco-flói og Kyrrahafið mætast. Auk þess að vera eitt helsta kennileyti San Francisco og Kaliforníu þjónar brúin sem mikilvægt samgöngumannvirki með því að tengja San Francisco við Marin-sýslu. Þegar smíði brúarinnar lauk árið 1937 var hún lengsta hengibrú veraldar og hélt þeim titli til ársins 1964. Nú er hún sú áttunda lengsta og sú önnur lengsta í Bandaríkjunum, á eftir Verrazano-Narrows-brúnni í New York-borg.

Brúin hefur verið vettvangur yfir 2000 sjálfsvíga. Árið 2024 var komið net til varnar sjálfsvígum við brúna.

Tilvísanir

  1. San Francisco Golden Gate Bridge gets suicide net after 87 years BBC News, 4/1 2024