Skógur

Útbreiðsla skóga um heiminn.
Handewitter-skógur í Norður-Þýskalandi.

Skógur er vistkerfi með ríkjandi trjágróðri sem þekur að minnsta kosti 1 hektara og að þekju-hlutfall fullorðinna trjáa sem eru að minnsta kosti 2 metra há sé um og yfir 10%. Séu trén lægri en 2 metrar að hæð kallast þau kjarr. Þetta er skilgreining skógasviðs FAO að öðru leyti en því að þar er gert ráð fyrir að hæð fullorðinna trjáa sé 5 metrar. Skógar hafa mikil áhrif á umhverfi sitt og skapa meðal annars kyrrara loftslag og svokallað nærloftslag (enska: microclimate). Auk þess bindur skógurinn loftraka, mengunarefni og rykagnir úr loftinu, temprar vatnsrennsli á leið til sjávar, dregur úr hávaða í þéttbýli og skapar verðmætar auðlindir sem eru óþrjótandi ef þær eru nýttar með sjálfbærum hætti.

Ísland

Um 2% landsins eru vaxin skógi og kjarri. Birkiskógar telja þar mest en ræktaðir skógar með barrtrjám eru um fjórðungur af heildartölunni. Sitkagreni, stafafura og rússalerki hafa þrifist best. Þau eru meðal trjáa sem hafa náð yfir 20 metra hæð og er sitkagreni um 30 metrar hæst.

Orð tengd skógi

  • hlíðþang - er forn kenning í skáldamáli og þýðir skógur.
  • holt - þýddi í fornu máli skógur, sbr: sjá í gegnum holt og hæðir. Holtriði var orð haft um þann sem bjó í skógi.
  • lundur - þýðir skógarlundur eða trjáþyrping.
  • myrkviður - er myrkur margslunginn skógur.
  • mörk - þýðir skógur, sbr.: dýr merkurinnar og Þórsmörk.

Eitt og annað

Tengt efni

Tilvísanir

  1. http://www.fao.org/docrep/006/ad665e/ad665e06.htm
  2. Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarriVísir, sótt 3. apríl 2022
  3. „Morgunblaðið 1938“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2011. Sótt 15. september 2008.
  4. Gegnir.is

Tenglar

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.