Kreppa

Kreppa getur einnig átt við kreppusótt eða blóðkreppusótt. Kreppa er líka sögn. Dæmi: Að kreppa tærnar.
Kreppa er einnig á sem rennur úr Brúarjökli.

Kreppa er hugtak sem haft er um verulega örðugleika í efnahagsmálum, með atvinnuleysi og sölutregðu fyrirtækja. Aðaleinkenni kreppu er ógurlegt verðfall á gjaldmiðlum, fjöldauppsagnir og greiðsluerfiðleikar fyrirtækja og almennings. Kreppuboði er það nefnt sem veit á samdráttarskeið, þ.e. er fyrirboði kreppu.

Bankar og kreppa

Bankar skreppa saman og sumir hrynja til falls í kreppum, sérstaklega þeir sem hafa verið áhættusæknir eða eru illa reknir. Ein skilgreiningin (Demirguc-Kunt og Detragiache, 1998) sem lítur til kreppuboða segir að fjármálakreppa er þegar:

  1. Hlutfall varúðarfærðra eigna af heildareignum banka sé umfram 10%.
  2. Björgunaraðgerðir kosti meira en 2% af landsframleiðslu.
  3. Vandamál fjármálakerfisins leiði til þess að verulegur hluti bankanna sé þjóðnýttur.
  4. Umfangsmikil áhlaup á banka, þ.e. innlausnafár, eða gripið er til neyðaraðgerða, svo sem innlánsfrystingar eða ábyrgðaryfirlýsinga til að bregðast við vandanum.

Tengt efni

Tilvísanir

  1. af Alþingi.is

Tenglar

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.