N-reglur

N-reglur eru reglur í íslenskri stafsetningu um það hvort rita skuli eitt n eða tvö í tilfellum þar sem enginn greinarmunur er gerður í framburði.

Eftir uppruna orða

Fjöldi n-a í orði fer eftir uppruna þess. Dæmi:

Spergilkál er ekki banvænt. (komið af orðinu bani)
Er svertingi bannorð? (komið af orðinu banna)
Þessi mynd er kynngi mögnuð! (komið af orðinu kunnugur)
Skálinn okkar er kyngifenntur. (komið af orðinu kyngja)
Hvenær verður hann kynntur fyrir mér? kynna)
Hvenær verður arinninn kyntur? kynda)

Það getur oft reynst erfitt að finna skyld orð sem sýna hvort eitt n sé í orðinu eða tvö, og ef allt bregst er best að nota útilokunaraðferðina. Er þá best að leita að orðum sem eru af sömu rót með tvö nn í stofni. Ef ekkert slíkt orð finnst, er best að nota eitt n.

Dæmi:

Elísu vantar krans.

Í smáorðum

Ýmis smáorð sem tákna stefnu frá einhverjum stað enda á -an og aldrei á -ann.

Dæmi:

Hvaðan, austan, vestan, sunnan, norðan, innan, utan, ofan, neðan, framan, aftan, handan, undan, héðan, þaðan, meðan, áðan, saman, síðan, jafnan, jafnharðan, sjaldan.

Atviksorðinþanneiginn“ (þann + veginn) og „hinseginn“ enda með tveimur n-um.

Enn og en

Það skal skrifa „enn“ ef það er hægt að setja „enn þá“ í staðinn án þess að merkingin breytist. Annars er „en“ notað. „En“ er líka oftast notað í samanburði. Einnig er „en“ samtenging.

Dæmi um tvö enn:

Ég er enn ungur og myndarlegur.
Ég er enn þá ungur og myndarlegur.
Ertu enn skólastýra?
Ertu enn þá skólastýra?

Dæmi um eitt n:

Stúlkan er hærri en pilturinn.
Er blár fallegri litur en rauður?
En hvað finnst þér?
Ég vildi bláan bíl en hún vildi rauðan.

Í greini

Jafnmörg n eru í lausum greini, í viðskeyttum greini og í eignarfornöfnum. Hægt er að finna n fjölda í viðskeyttum greini með því að bæta minn eða mín fyrir aftan vafaorðið. Ef fyrsta sérhljóðið í eignarfornafninu er í er eitt n (mín, mínar) en ef sérhljóðið er i eru tvö n (minn, mínir).

Dæmi:

Skemmtilega konan mín.

Hávaxni maðurinn minn.

Nafnorð án greinis

Karlkyns nafnorð

Regla eitt

Karlkynsorð sem hafa endinguna -ann, -inn og -unn í nefnifalli eintölu, hafa eitt n í öllum öðrum föllum (þolfalli, þágufalli og eignarfalli).

Dæmi:

Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall
morgunn morgunn morgun morgni morguns
drottinn drottinn drottin drottni drottins
himinn himinn himin himni himins
arinn arinn arin arni arins

Önnur orð sem beygjast svona:

Skarphéðinn, Héðinn, Þórarinn, Huginn, jötunn, Kristinn, Þráinn, Muninn, Auðunn, Auðun (beygist eins og Auðunn nema i nefnifalli), Óðinn, Reginn.

Orðin Huginn, Reginn og Muninn eru eins í þolfalli og þágufalli (Hugin, Munin og Regin).

Orðið aftann (sem þýðir kvöld eða síðdegi) er eina orðið í nútímaíslensku sem beygist eftir þessari reglu, og er mest notað í samsettum orðum eins og aftansöngur (kvöldmessa) eða aftanbjarmi (kvöldroði).

Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall
Aftann aftann aftan aftni aftans

Regla tvö

Sum ættarnöfn sem enda á -an í nefnifalli hafa eitt n í öllum föllum. Nöfnin Kiljan, Kamban, Kjaran, Kvaran, Kjartan, Natan osfv. eru dæmi um slík ættarnöfn.

Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall
Natan Natan Natan Natan Natans
Kjartan Kjartan Kjartan Kjartani Kjartans

Kvenkyns nafnorð

Regla eitt

N-regla eitt fyrir kvenkyns nafnorð, oft kölluð Þórunnarregla hljómar svo að íslensk kvennanöfn sem eru mynduð af orðinu unnur sem þýðir alda (eins og Þórunn, Jórunn, Iðunn, Ingunn, Ljótunn, Dýrunn, Sæunn), hafa tvö n í öllum föllum.

Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall
Jórunn Jórunn Jórunni Jórunni Jórunnar
Iðunn Iðunn Iðunni Iðunni Iðunnar

Regla tvö

N-regla tvö fyrir kvenkyns nafnorð, oft kölluð miskunnarregla hljómar svo að hin fjögur kvenkyns nafnorð sem eru dregin af sögnunum að kunna og að kenna (einkunn, vorkunn, miskunn og forkunn) hafa tvö n í öllum föllum.

Nefnifall (Nf) Þolfall (Þf) Þágufall (Þgf) Eignarfall (Ef)
miskunn miskunn miskunn miskunn miskunnar
vorkunn vorkunn vorkunn vorkunn vorkunnar

Regla þrjú

N-regla þrjú fyrir kvenkyns nafnorð, oft kölluð verslunarregla hljómar svo að kvenkyns nafnorð sem enda á -un eða -an í nefnifalli, og eru dregin af nafnhætti sagna, á að skrifa með einu n í öllum föllum.

Dæmi:

mengun (að menga)
skömmtun (að skammta)
sönnun (að sanna)
verslun (að versla)
líðan (að líða)
skipan (að skipa)
...o.s.frv.