Nefhljóð

Myndunarháttur

Nefhljóð er samhljóð myndað þegar gómfyllan lækkar svo loft flæðir út í gegnum nasirnar. Í íslensku eru 3 nefhljóð n, m og ng. Í íslensku er ennfremur að finna eins konar nefmælt -h sem finnst alla jafna milli nefhljóðs og harðs lokhljóðs í enda orða í framburði allra nema norðlendinga en þetta nefmælta -h er samkvæmt skilgreiningu ekki flokkað sem nefhljóð.

Nefhljóð eru til í næstum öllum tungumálum .

Skýring

Næstum öll nefhljóð eru lokuð nefhljóð, þ.e. þar sem loft flæðir út í gegnum nasirnar en ekki munninn því varirnar eða tungan koma í veg fyrir það. Hljóðið endurómar enn í munnholinu þrátt fyrir það. Stundum eru ólokuð nefhljóð nefmæld.

Flest nefhljóð eru rödduð en algengustu nefhljóðin þversum öll tungumál eru og . Órödduð nefhljóð eru til í sumum tungumálum, eins og búrmönsku, gvaraní og velsku. (Samanber lokhljóð, þar sem lokað er alveg fyrir loftinu, og önghljóð, þar sem loftið er hindrað með þröngum göngum. Bæði rödduð lokhljóð og önghljóð eru algengari en órödduð lokhljóð og önghljóð.)

Flokkun

Raddað Óraddað
Lýsing IPA Lýsing IPA
raddað tvívaramælt nefhljóð óraddað tvívaramælt nefhljóð
raddað tannvaramælt nefhljóð óraddað tannvaramælt nefhljóð
raddað tannmælt nefhljóð óraddað tannmælt nefhljóð
raddað tannbergsmælt nefhljóð óraddað tannbergsmælt nefhljóð
raddað rismælt nefhljóð óraddað rismælt nefhljóð
raddað framgómmælt nefhljóð óraddað framgómmælt nefhljóð
raddað gómfyllumælt nefhljóð óraddað gómfyllumælt nefhljóð
raddað vara- og gómmælt nefhljóð óraddað vara- og gómmælt nefhljóð
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.