Official Charts Company

Official Charts Company (OCC eða Official Charts) er breskt tónlistarfyrirtæki sem safnar saman ýmsum hljómplötulistum í Bretlandi, Írlandi og Frakklandi.

Í Bretlandi heldur fyrirtækið utan um vinsældalista yfir smáskífur, hljómplötur, og kvikmyndir, þar sem þeir eru byggðir á gögnum um niðurhöl, kaup og streymi. OCC býr til listana með því að safna og sameina sölur frá smásölum í gegnum markaðsrannsóknir framkvæmdar af Kantar Group, og segist ná yfir 99% af markaðnum fyrir smáskífur og 95% fyrir hljómplötur. Það hefur sett markmið um að safna gögnum frá öllum smásöluaðilum sem selja meira en 100 eintök á viku.

OCC er rekið í sameiningu af British Phonographic Industry (BPI) og Entertainment Retailers Association (ERA) (áður British Association of Record Dealers (BARD)).

Sjá einnig

Tilvísanir

  1. „Official Charts Company appointed as the new provider of France's official music charts“. Official Charts.
  2. „Official Film Chart Top 40 | Official Charts Company“. Official Charts.
  3. „OCC Information Pack“ (PDF). Official Charts. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13. apríl 2008. Sótt 8. maí 2008.
  4. „THE OFFICIAL UK CHARTS COMPANY LIMITED persons with significant control – Find and update company information – GOV.UK“. Companies House. Sótt 6. júlí 2022.

Tenglar

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.